Í boði með innbyggðri sólarsellu sem framlengir rafhlöðuendingu.

Innbyggður púlsmælir¹ og súrefnismettunarmælir²

Frábært í allar æfingar.

Tengist Garmin Coach og kemur með PacePro™ eiginleikanum.

Hægt er að hlaða tónlist í úrið.

Hámarks rafhlöðuending sem snjallúr: 22 dagar³.

HANNAÐ TIL AÐ ENDAST

Fenix 7 úrin eru 47mm að stærð, með 1,3″ skjá og uppfylla kröfur Bandaríska hersins fyrir vatnsheldni, högg- og hitaþol.

SNERTISKJÁR OG TAKKAR

Takkarnir virka við allar aðstæður og snertiskjárinn flýtir fyrir daglegum aðgerðum.

INNBYGGÐ SÓLARSELLA

Hámarks rafhlöðuending sem snjallúr: 18 dagar eða 57 klst á GPS – hægt er að framlengja henni um 4 daga eða 15 klst á GPS með sólarsellunni. 

ÆFINGAFORRIT

Fjöldi æfingaforrita í boði fyrir m.a. utanvegahlaup, sund, hlaup, hjól, róður, skíði, golf og margt fleira.

SKÍÐAFORRIT

Úrið greinir á milli þess hvort þú sért á leiðinni upp eða niður og sýnir þér tölfræði um ferðirnar.

GÖNGUSKÍÐI

Þegar þú parar úrið við púlsmælinn HRM-Pro™ (seldur sér) getur þú fengið aflmælingar til að betur greina álag æfingarinnar.

BRIMBRETTI

Þessi fenix úr koma með Surfline Sessions™ eiginleikanum sem hjálpar þér með vídeóupptöku ef úrið er parað við Surfline® myndavél⁴.

MTB DYNAMICS

Fylgist betur með fjallahjólum með nýjungum eins og fjöldi stökkva, tími í lofti og lengd stökkva.

HIIT ÆFINGAR

Þetta nýja æfingaforrit er með mismunandi tímatökum fyrir HIIT æfingar eins og AMRAP, EMOM, Tabata og sérsniðnar æfingar. Þú getur stillt fjölda umferða, hvílda og fleira.

DAGLEGAR ÆFINGAR

Úrið stingur upp á æfingu fyrir þig daglega miðað við núverandi form og æfingaálag

RACE PREDICTOR

Þessi eiginleiki tekur mið af forminu þínu og æfingasögu til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum og segir þér til hversu lengi þú værir að hlaupa tilteknar vegalengdir.

PACEPRO

Þessi eiginleiki tekur mið af forminu þínu og æfingasögu til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum og segir þér til hversu lengi þú værir að hlaupa tilteknar vegalengdir.

CLIMBPRO

Notaðu ClimbPro til að sjá rauntíma upplýsingar um klifur/hækkun sem þú ert í eða sem er framundan. Þú getur t.d fengið upplýsingar um halla, vegalengdir og hækkun/lækkun.

FRAMMISTÖÐUMÆLINGAR

Skoðaðu nánari upplýsingar eins og hlaupagreiningu, súrefnisupptöku útfrá hita og hæð (VO2 max),áætlaðan hvíldartíma og margt fleira.

ÞREK Í RAUNTÍMA

Notaðu þennan eiginleika til að greina betur áreynslu til að þú ofreynir þig ekki í byrjun hlaupa- eða hjólaæfingar.

ENDURHEIMT

Eftir hverja æfingu segir úrið þér hvenær þú verður tilbúin/n í næstu æfingu. Tekur tillit til æfingaálags, stress, daglegrar hreyfingar og svefns.

KEPPNISSKJÁR

Ef þú ert að undirbúa þig fyrir keppni er hægt að virkja keppnisskjá til að fá ábendingar og tillögur um æfingar ásamt spá um lokatíma miðað við aðstæður, getu og veður.

HLAUPAAFL

Þú getur fengið hlaupagreiningu sem segir þér hversu mikið afl þú ert að nota þegar þú hleypur, en til þess þarftu Running Dynamics Pod eða HRM-Pro Plus púlsmæli.

HJARTSLÁTTARTÍÐNI

Fáðu betri skilning á heilsunni, æfingum og endurheimt með hjartsláttartíðni í svefni.

ÞJÁLFUNARSTAÐA

Þetta tól metur æfingasöguna þína ásamt HRV og lætur þig vita hvernig þú ert að æfa, hvort þú sért að standa þig vel, toppa eða í ofþjálfun.

KLÁR Í ÆFINGU

Frá því að þú vaknar færðu einkunn, sem byggð er á svefni, endurheimt, æfingaálagi og fleiru, yfir hversu tilbúin/n þú ert til að fara á æfingu eða hvort þú eigir að taka því rólega.

MULTI-GNSS

Styður fjölda gervitungla (GPS, GLONASS og Galileo) til að þú fáir nákvæmari staðsetningu við krefjandi aðstæður

ABC SKYNJARAR

Í tækinu eru þriggja-ása rafeindakompás, hæðartölva og loftvog.

INNBYGGÐIR GOLFVELLIR

Það eru rúmlega 42.000 forhlaðnir vellir um allan heim í úrinu. Úrið getur einnig tekið tillit til hæðarbreytinga í fjarlægðarútreikningi.

POWER MANAGER

Í Power Manager sérðu hvaða áhrif skynjarar og aðrir hlutir hafa áhrif á rafhlöðuendingu. Hægt er að slökkva á flestum þeirra til að framlengja henni.

SKIVIEW™ KORT

Rúmlega 2000 innbyggð skíðasvæði sem búið er að flokka undir erfiðleikastig.

LANDAKORT

Hægt er að sækja landakort af Evrópu í úrið sem hægt er að uppfæra í gegnum WiFi. Hægt er að bæta við Íslandskortinu frá okkur.

HVAÐ ER FRAMUNDAN

Hægt er að sjá áhugaverða staði (POI) og fleiri hluti sem eru framundan.

INNBYGGÐUR PÚLSMÆLIR

Innbyggður púlsmælir er í úrinu sem hjálpar þér að fá sem mest út úr æfingunum, mælir stress og virkar í vatni.

SÚREFNISMETTUN

Fyrir hæðaraðlögun og svefnskráningu. Súrefnismettunarmælirinn² (Pulse Ox) notar lítinn ljósgeisla til að mæla hversu vel líkaminn er að taka upp súrefni.

SVEFNSKRÁNING

Úrið gefur þér einkunn fyrir gæði svefnsins þíns og veitir þér innsýn í hvernig þú getur bætt hann. Úrið fylgist með létt-, djúp- og REM svefni ásamt því að skrá niður púls, súrefnismettun² og öndun.

BODY BATTERY™ ORKUMÆLING

Fylgstu með orkustöðu líkamans til að sjá hvort þú sért með næga líkamsorku til að fara á æfingu eða hvort þú ættir að taka hvíld.

SKRÁIR ÖNDUN

Fylgist með öndun yfir daginn, á meðan þú sefur og á æfingum eins og yoga.

HEILSUSKRÁNING

Með því að nota skynjarana sem eru í úrinu getur það veitt þér góða sýn á heilsuna.

DRYKKJARSKRÁNING

Hjálpar þér að halda utanum hversu mikið vatn þú ert að drekka og fylgjast með muninum á milli daga.

SNJALLTILKYNNINGAR

Fáðu tilkynningar um tölvupóst, smáskilaboð, símtöl og margt fleira í úrið þegar það er tengt við snjallsíma.

TÓNLIST

Tengdu tónlistarveitur eins og Spotify við úrið. Geymdu lögin í úrinu og tengdu við bluetooth heyrnatól til að hlusta.

GARMIN PAY™ SNERTILAUSAR GREIÐSLUR

Notaðu snertilausan greiðslumöguleika úrsins til þess að versla á hlaupum eða hvar sem er.

ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI

Ef úrið skynjar að þú lendir í slysi getur þú nýtt þér incident detection⁶ sem sendir staðsetningu þína til fyrirfram ákveðinna tengiliða – virkar einungis með völdum æfingum sem nota GPS og krefst tengingar við síma.

CONNECT IQ™ BÚÐIN

Hægt er að ná í sérsniðin útlit fyrir úrið, data glugga, smáforrit of fleira í Connect IQ Store.