Sýnir þér hvernig æfingin er gerð – yoga, styrktaræfingar, cardio og pílates
Hlaup, hjól, göngur, golf – yfir 20 íþróttaprógrömm sem hægt er að velja úr.
Innbyggður púlsmælir
Garmin Pay™ snertilausar greiðslur.
Hægt að hlaða tónlist í úrið, t.d. frá Spotify
Allt að 7 daga rafhlöðuending

RAFHLÖÐUENDING
Vertu lengur á ferðinni með úri sem endist allt að 7 daga á rafhlöðunni og 15 klst. í GPS notkun.
HANNAÐ FYRIR ÞINN LÍFSSTÍL
Ef þú vilt ná markmiðum þínum þá þarftu úr sem fylgist með þér og hvetur þig áfram á hverjum degi.
VANDAÐ TIL VERKA
Alltaf er kveikt á skjánum sem er vandaður Garmin Chroma skjár sem er varinn af Gorilla Glass 3 gleri.


BODY BATTERY™ ORKUMÆLING
Fylgstu með orkustöðu líkamans til að sjá hvort þú sért með næga líkamsorku til að fara á æfingu eða hvort þú ættir að taka hvíld.

SÚREFNISMETTUN
Fyrir hæðaraðlögun og svefnskráningu. Súrefnismettunarmælirinn (Pulse Ox) notar ljósdíóðu til að mæla hversu vel líkaminn er að taka upp súrefni

STRESS SKRÁNING
Getur sagt þér hvort að þú sért að eiga rólegan, jafnan eða stressaðan dag. Áminning um slökun minnir þig á að gera stuttar og slakandi öndunaræfingar.

SKRÁIR TÍÐARHRINGINN
Hjálpar þér að fylgjast með hvar þú ert í hringnum, skrá niður líkamleg og andleg einkenni og kennir þér hvernig þjálfun og næring hentar best fyrir hvern hluta tíðahringsins.

DRYKKJARSKRÁNING
Hjálpar þér að halda utanum hversu mikið vatn þú ert að drekka og fylgjast með muninum á milli daga.

FYLGIST MEÐ ÖNDUN
Fylgist með öndun yfir daginn, á meðan þú sefur og á æfingum eins og yoga.

SVEFNSKRÁNING
Skiptir svefninum þínum niður í lausan, djúpan og REM svefn og gefur þér góða heildar mynd af svefni næturinnar. Skráir einnig upplýsingar um súrefnismettun og öndun.

INNBYGGÐUR PÚLSMÆLIR
Tekur reglulega stöðuna á hjartslættinum og lætur þig vita ef púlsinn er hár á meðan þú ert í hvíld. Einnig hjálpar hann við að sýna hversu vel þú tekur á því á æfingum.

DRAGÐU ANDANN
Þetta úr bíður uppá nokkrar öndunaræfingar. Þegar þú vilt slaka á, geturðu byrjað öndunaræfingu, og úrið skráir niður stress og öndun til að hjálpa þér að ná betri áttum á hvernig þú ert að anda.

FORHLAÐNAR ÆFINGAR
Í úrinu eru forhlaðnar æfingar fyrir cardio, lyftingar, yoga, pílates ofl. Hreyfimyndir á skjánum líkja eftir æfingunni sem þú átt að framkvæma.

ÍÞRÓTTAPRÓGRÖMM
Fleiri en 20 forhlaðin íþróttaprógrömm eru í úrinu, bæði innan og utan dyra.

GARMIN COACH
Hægt er að sækja æfingar frá sérfræðingum til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum. Æfingarnar sendast beint í úrið frá Garmin Connect appinu.


HANNAÐU ÆFINGAR
Veldu úr 1400 mismunandi æfingum til að búa til þínar eigin æfingar í Garmin Connect og sendu þær í úrið.

SNJALLTILKYNNINGAR
Fáðu tilkynningar um tölvupóst, smáskilaboð, símtöl og margt fleira í úrið þegar það er tengt við snjallsíma.

TÓNLIST
Tengdu tónlistarveitur eins og Spotify eða Amazon Music við úrið. Geymdu lögin í úrinu og tengdu við bluetooth heyrnatól til að hlusta.

ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI
Ef þú finnur fyrir óöryggi eða úrið skynjar að þú lendir í slysi getur þú nýtt þér assistance and incident detection sem sendir staðsetningu þína til fyrirfram ákveðinna tengiliða – virkar einungis með æfingum sem nota GPS.

GARMIN PAY™ SNERTILAUSAR GREIÐSLUR
Notaðu snertulausan greiðslumöguleika¹ úrsins til þess að versla á hlaupum eða hvar sem er.

CONNECT IQ™ BÚÐIN
Hægt er að ná í sérsniðin útlit fyrir úrið, data glugga, smáforrit of fleira í Connect IQ Store.

VATNSHELDNI
Allt að 5 ATM (50 metrar) – má fara með í sund, sturtu og gufu/sánu.


