Klassísk analog klukka og falinn snertiskjár.

Þú kveikir á snertiskjánum með því að strjúka yfir hann.

Snjalltilkynningar frá síma birtast í úrinu¹.

Innbyggð heilsuskráning. Fylgist með skrefum², svefni, púls, stress og fleiru

Æfingaforrit fyrir yoga, göngutúra, öndunaræfingar og fleira.

Rafhlöðuending: allt að 5 dagar.

HEILBRIGT ÚTLIT

Nokkrir litir í boði, létt á hendi og 20mm sílíkon ól sem sér til þess að það sé þægilegt að ganga með það.

HANNAÐ MEÐ ÞIG Í HUGA

Corning® Gorilla® Glass 3 sér um að vernda skjáinn og sílíkon ólin sér til þess að það sé þægilegt að ganga með það.

HEFÐBUNDIÐ ÚTLIT

Þegar kviknar á snertiskjánum færa vísarnir sig í burtu til að þú getir unnið á honum.

SNJALLTILKYNNINGAR

Fáðu tilkynningar um tölvupóst, smáskilaboð, símtöl og margt fleira í úrið þegar það er tengt við snjallsíma. Getur svarað þeim ef þú ert með Android síma.

ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI

Ef þú finnur fyrir óöryggi eða úrið skynjar að þú lendir í slysi getur þú nýtt þér assistance and incident detection³ sem sendir staðsetningu þína til fyrirfram ákveðinna tengiliða – virkar einungis með æfingum sem nota GPS.

DAGATAL

Auðvelt er að skoða dagskrána fyrir daginn með dagatalinu.

TÍMATAKA

Auðvelt er að setja tímatöku í gang ásamt fleiri eiginleikum.

GARMIN CONNECT

Hægt er að skoða allar upplýsingar um æfingar og heilsu í Garmin Connect smáforritinu.

BODY BATTERY™ ORKUMÆLING

Fylgstu með orkustöðu líkamans til að sjá hvort þú sért með næga líkamsorku til að fara á æfingu eða hvort þú ættir að taka hvíld.

INNBYGGÐUR PÚLSMÆLIR

Tekur reglulega stöðuna á hjartslættinum² og lætur þig vita ef púlsinn er hár á meðan þú ert í hvíld. Einnig hjálpar hann við að sýna hversu vel þú tekur á því á æfingum – meira að segja í sundi.

SÚREFNISMETTUN

Súrefnismettunarmælirinn⁴ (Pulse Ox) notar lítinn ljósgeisla til að mæla hversu vel líkaminn er að taka upp súrefni. Hægt er að taka mælingar á daginn og þegar þú sefur.

STRESS SKRÁNING

Getur sagt þér hvort að þú sért að eiga rólegan, jafnan eða stressaðan dag. Áminning um slökun minnir þig á að gera stuttar og slakandi öndunaræfingar.

DRAGÐU ANDANN

Þetta úr bíður uppá nokkrar öndunaræfingar. Þegar þú vilt slaka á, geturðu byrjað öndunaræfingu, og úrið skráir niður stress og öndun til að hjálpa þér að ná betri áttum á hvernig þú ert að anda.

SKRÁIR TÍÐAHRINGINN

Hjálpar þér að fylgjast með hvar þú ert í hringnum, skrá niður líkamleg og andleg einkenni og kennir þér hvernig þjálfun og næring hentar best fyrir hvern hluta tíðahringsins.

DRYKKJARSKRÁNING

Hjálpar þér að halda utanum hversu mikið vatn þú ert að drekka og fylgjast með muninum á milli daga.

FYLGIST MEÐ ÖNDUN

Fylgist með öndun yfir daginn, á meðan þú sefur og á æfingum eins og yoga.

SVEFNSKRÁNING

Þú getur séð hvernig þú sefur í Garmin Connect appinu. Þar sérð þú léttan, djúpan og REM svefn ásamt púls, súrefnismettun⁴ og öndun.

GPS FRÁ SÍMA

Þegar úrið er tengt snjallsímanum getur það notað GPS merkið frá honum til að fá nákvæmari upplýsingar um æfingarnar þínar.

FITNESS AGE

Þessi eiginleiki notar aldurinn þinn, vikulegt æfingaálag, hvíldarpúls og BMI eða fituprósentu⁵ til að áætla hvort líkami þinn sé yngri eða eldri en þú sjálfur ert. Þú getur einnig fengið ábendingar um hvernig þú getur bætt þig.

ÆFINGAMÍNÚTUR

Ný og uppfærð útgáfa af æfingamínútum sýnir þér hvenær þú náðir í þær og í hvaða æfingu.

ÆFINGAFORRIT

Forhlaðin æfingaforrit fyrir yoga, pílates, brennslu, styrk og fleira.

DAGLEG HREYFING

Lily fylgist með daglegri hreyfingu eins og skrefafjölda, karloríubrennslu, æfingamínútum og fleiru.

RAFHLÖÐUENDING

Allt að 5 dagar sem snjallúr og vísarnir ganga í einn auka dag. 15 mínútur í hleðslu skila sér í einum degi í notkun.

VATNSHELDNI

Allt að 5 ATM (50 metrar) – má fara með í sund og sturtu.

LÉTT OG LÍTIÐ

Úrið er einungis 40mm að stærð og fer lítið fyrir því á hendi.