Asnes Cecilie BC Waxless Gönguskíði

79.990 kr.

Cecilie Waxless BC skíðin eru frábær kostur fyrir alla sem vilja kanna ótroðnar slóðir á utanbrautargönguskíðum.

Helstu kostir skíðanna eru:

  • Mikill stöðugleiki
  • Góð festa við mismunandi aðstæður
  • Hæfileg breidd fyrir flestar aðstæður (passa þó ekki í spor)
  • Hæfileg spenna sem gerir auðveldar stjórnun á skíðunum í hvaða landslagi sem er
DEILA

Lýsing

Cecilie Waxless BC skíðin eru frábær kostur fyrir alla sem vilja kanna ótroðnar slóðir á utanbrautargönguskíðum.

Helstu kostir skíðanna eru:

  • Mikill stöðugleiki
  • Góð festa við mismunandi aðstæður
  • Hæfileg breidd fyrir flestar aðstæður (passa þó ekki í spor)
  • Hæfileg spenna sem gerir auðveldar stjórnun á skíðunum í hvaða landslagi sem er

Cecilie Waxless BC skíðin eru hönnuð með fjölhæfni í huga.  Gott flot í þungum snjó og gott rennsli og stöðugleiki ef færið er harðara.  Gönguskíðin eru með stálkanti á öllum skíðunum sem eykur öryggi og stjórnun skíðanna ef farið er niður í móti.

Ekki er þörf fyrir áburðarkunnáttu þar sem skíðin eru með rifflum sem gefur gott grip við flestar venjulegar aðstæður.  Einnig eru skíðin útbúin með möguleika á að setja skinn undir festusvæðið ef færið er upp í móti eða á annan hátt erfitt.  Mjög auðvelt að er setja skinninn undir og taka þau af.
Skinnin eru seld sér og hægt er að skoða þau hér.

Gönguskíðin eru virkilega vönduð framleiðsla frá norska framleiðandanum Asnes sem hefur við hönnun skíðanna verið í samstarfi við þekktustu ævintýramenn Noregs um hvaða eiginleika skíðin þurfa að bera.

Val á skíðum

Lengd skíðanna er ákvörðuð út frá lengd og þyngd skíðarans.  Taflan hér að neðan er til viðmiðunar og taka skal inn fleiri þætti þegar skíði eru valin.  Þessir þættir geta verið: getustig, notkun skíðanna og þær aðstæður sem reiknað er með að skíða mest í.  Eins getur verið mikilvægt að taka tillit til ef ganga á með púlku eða þunga bakpoka í lengri ferðum.

Stærðartafla – viðmið (dömur og herrar)

Hæð (cm)Þyngd (kg)Lengd skíða
-160-55170 cm
155-16555-65175 cm
160-17560-70180 cm
170-17565-75185 cm
175-18070-80190 cm
180-18575-85195 cm

Almennt ráð er að ef mest er gengið í grófu landslagi (upp/niður, skóglendi osfrv) þá ætti að velja styttri skíði en ef ætlunin er að ganga lengri og flatari leiðir.  Ef skíðari er léttur m.v. hæð ætti að velja styttri skíði og öfugt.

Upplýsingar

Sendingarmöguleikar
Ef verslað er fyrir meira en 10.000 kr. að þá er frí sending.

Skilað & skipt
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Nánari upplýsingar.

Aðstoð
Hafðu samband í síma 470-0010, eða sendu okkur línu á vaskur@vaskur.is.

Tækniupplýsingar

Stærð

175, 180cm, 185cm, 190 cm

KARFAN MÍN 0
Bætt á óskalista! VIEW WISHLIST